Skjár 1 á Akureyri

 

Sjónvarpsstöðin Skjár 1 sendir út frá höfuðborg hins bjarta norðurs næstu daga. Í gærkvöldi heimsóttu Vala Matt og félagar falleg heimili á Akureyri og í kvöld verður þátturinn Fólk með Sirrý sendur út beint frá Fiðlaranum. Á föstudagskvöld verður Djúpa laugin í beinni útsendingu frá Akureyri og sunnudaginn 4. maí brýtur Egill Helgason málin til mergjar í þætti sínum Silfur Egils. Þeir sem misstu af Völu Matt og Innliti útliti í gærkvöldi geta fylgst með endursýningu þáttarins kl. 18.30 í dag.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan