Skemmtileg sumarnámskeið fyrir börn

Siglinganámskeið Nökkva er meðal þess sem boðið er upp á í sumar.
Siglinganámskeið Nökkva er meðal þess sem boðið er upp á í sumar.

Boðið er upp á fjölbreytt úrval námskeiða og sumarstarfs fyrir börn á aldrinum 5-18 ára á Akureyri.

Mikilvægt er að börnin okkar hafi eitthvað skemmtilegt og uppbyggilegt fyrir stafni. Íþróttaskólar og námskeið hjá íþróttafélögum, vísindaskóli, listasmiðjur og lestrarhvetjandi námskeið er brot af því sem boðið er upp á í sumar og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Hér er hægt að skoða lista yfir alls konar námskeið fyrir börn í sumar. Athugið að enn er verið að uppfæra síðuna og verða nýjar upplýsingar settar inn um leið og þær berast.

Auk þess skipa listasmiðjur alltaf veglegan sess á Listasumri á Akureyri sem verður sett 2. júlí og lýkur 31. júlí. Nánari uppýsingar um listasmiðjur fyrir börn og fullorðna í tengslum við Listasumar birtast hér á næstu dögum.

Athygli er vakin á því að hægt er að nota frístundastyrk sveitarfélagsins til að greiða niður þátttökugjöld vegna sumarnámskeiða. Að þessu sinni er einnig hægt að nota sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn af tekjulægri heimilum, en styrkirnir eru liður í viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við Covid-19 og koma til viðbótar hefðbundnum frístundastyrkjum. Nánar hér. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan