Skapandi námskeið fyrir 5.-7. bekk

Félagsmiðstöðvar Akureyrar (FÉLAK) bjóða upp á skapandi námskeið fyrir 5.-7. bekk 13. - 17. ágúst. 

Námskeiðið verður haldið í Rósenborg og verður með örlítið öðruvísi sniði en fyrri klúbbar FÉLAK í sumar. Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á sköpun, tjáningu og jákvæð samskipti, en Urður Önnudóttir Sahr, dansari frá Institute of the Arts Barcelona verður kennari á námskeiðinu.

Það eru fimmtán pláss í boði fyrir hádegi og fimmtán pláss eftir eftir hádegi. 5. og 6. bekkur eru frá 09.00 til 11.30 og 7. bekkur er frá 13.00 til 15.30
Verð fyrir námskeiðið er kr. 3.000.-
Skráning og allar nánari upplýsingar: olafiag@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan