Sjö luku PEERS námskeiði í félagsfærni

Sjö ungmenni frá Akureyri og nágrenni luku nýverið PEERS námskeiði í félagsfærni. PEERS er námskeið fyrir börn og ungt fólk með einhverfu, ADHD, kvíða, þunglyndi eða aðra félagslega erfiðleika.

Námskeiðið var haldið af starfsfólki fjölskyldusviðs og búsetusviðs Akureyrarbæjar síðastliðinn vetur, alls sextán skipti og 90 mínútur í senn.

Peers stendur fyrir Program for the Education and Enrichment of Relational Skills. Markmiðið með námskeiðinu er að auka félagsfærni og tengslamyndun við aðra með aðstoð félagsþjálfa, en það eru í flestum tilvikum foreldrar eða aðstandendur. Þetta var í fyrsta sinn sem námskeið af þessum toga er haldið á vegum Akureyrarbæjar.

Lokahóf var haldið fyrr í sumar. Þar svöruðu nemendur matslistum sem gerðir voru fyrir og eftir námskeiðið, veittar voru viðurkenningar og boðið upp á veitingar.

Stefnt er að því að halda næsta PEERS námskeið í haust. Nánari upplýsingar veitir Helga Alfreðsdóttir, þroskaþjálfi hjá fjölskyldusviði Akureyrarbæjar, í netfanginu helga@akureyri.is

Þeim sem vilja vita meira er bent á vefsíðu PEERS félagsfærni.

Hér eru nokkrar myndir frá lokahófinu:

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan