Síðuskóli fékk Grænfánann í níunda skipti

Mynd af heimasíðu Síðuskóla.
Mynd af heimasíðu Síðuskóla.
 

Í dag fékk Síðuskóli Grænfánann afhentan í níunda skipti við hátíðlega athöfn í íþróttasal skólans.

Ólöf Inga Andrésdóttir, skólastjóri, flutti ávarp og nemendur í umhverfisnefnd kynntu Samgöngusáttmála Síðuskóla sem gerður var í vetur. Nemendur í 4. bekk sungu lag og Síðuskólasöngurinn var sunginn.

Í vetur var haldin myndasamkeppni til að hanna skilti fyrir bílastæði og sleppisvæði skólans. Tilgangurinn er að minna þá sem koma á bíl að drepa á honum meðan beðið er við skólann. Tvær myndir voru valdar, skilti gerð og verða þau sett á bílastæði skólans á næstunni. Þessi skilti voru sýnd á hátíðinni í dag.

Það var Rán Þórarinsdóttir, fulltrúi Landverndar, sem afhenti skólanum viðurkenningarskjal og umhverfisnefnd tók við Grænfánanum. Að lokum var fáninn dreginn að húni.

Hér má sjá myndir frá hátíðinni.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan