Opnað hefur verið fyrir umsóknir um störf í Vinnuskóla Akureyrar fyrir ungmenni á aldrinum 14-17 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði.
14-15 ára eru í vinnuhópum sem starfa um allan bæ við að fegra og snyrta umhverfið og hafa aðstöðu í grunnskólum bæjarins. Vinna 16 og 17 ára fer fram hjá stofnunum Akureyrarbæjar og félögum við fjölbreytt verkefni.
Starfstímabilið hjá 14 og 15 ára er 9. júní - 2. ágúst. Starfstímabilið hjá 16 ára er 9. júní - 21. ágúst og hjá 17 ára er það 1. júní - 21. ágúst.
Hér eru allar helstu upplýsingar um Vinnuskólann og hér er sótt um störfin.
Umsóknafrestur rennur út 14. maí nk.
Markmið með starfsemi Vinnuskóla Akureyrar er meðal annars að:
• Fegra og snyrta umhverfi okkar og halda því óaðfinnanlegu.
• Byggja upp vinnuvirðingu hjá nemendum og flokkstjórum.
• Skapa trausta og sterka liðsheild í öllu starfi Vinnuskólans.
• Bjóða upp á eftirsóknarvert starf í Vinnuskólanum með áherslu á þátttöku unglinga í þroskandi og skapandi starfi.
• Veita unglingum Vinnuskólans fjölbreytileg tækifæri til að fræðast um bæinn og nágrenni hans.
• Kenna unglingum verklag, virðingu, stundvísi og aga.
• Viðhalda jákvæðri ímynd um vinnuskólann og gera hana enn jákvæðari.
• Veita fræðslu á ýmsum sviðum auk forvarna.
Sérstaða Vinnuskólans er að:
• Ekki er skólaskylda í Vinnuskólanum.
• Vinnuskólinn starfar samkvæmt samþykktum Akureyrarbæjar en ekki samkvæmt lögskipaðri námskrá.
• Vinnuskólanum er skylt að taka við öllum nemendum sem skrá sig til sumarvinnu á aldrinum 14-17 ára og eiga lögheimili á Akureyri.