Opnað fyrir umsóknir í Vinnuskólann 22. apríl

Sumarið minnir á sig með hækkandi sól og þá styttist í að starfsemi hefjist hjá Vinnuskóla Akureyrar. Opnað verður fyrir umsóknir 22. apríl.

Vinnuskólinn verður starfræktur frá 8. júní til 12. ágúst og er fyrir börn og ungmenni á aldrinum 14-17 ára.

Börnum í 8. bekk (fædd 2006) stendur til boða vinna í allt að 105 klukkustundir í sumar og þau sem eru ári eldri, í 9. bekk, geta unnið allt að 180 klukkustundir. Nemendur í 10. bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla (árgangar 2004 og 2003) eiga kost á allt að 220 klukkustunda vinnu.

Allir sem hafa hug á að vinna hjá Vinnuskólanum í sumar þurfa að skila inn rafrænni umsókn á vef Akureyrarbæjar. 

Einnig verður opnað fyrir umsóknir um sumarvinnu með stuðningi 22. apríl. Umsóknarfrestur rennur í báðum tilfellum út 22. maí.

Hér eru ýmsar upplýsingar um Vinnuskóla Akureyrar. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan