Íbúar og aðrir viðskiptavinir Akureyrarbæjar eru hvattir til að nota rafrænar þjónustu- og samskiptaleiðir bæjarins eins og kostur er. Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi vaxandi útbreiðslu Covid-19 og óvissu sem henni fylgir. Áhersla er lögð á að draga úr umferð um skrifstofur bæjarins og standa þannig vörð um mikilvæga þjónustu.
Margar rafrænar leiðir í boði
Þeim sem vilja og þurfa að hafa samband við sveitarfélagið er bent á nokkrar þægilegar og einfaldar leiðir:
- Rafræn samskipti í tölvupósti. Best er að senda póst á netfangið akureyri@akureyri.is.
- Sérstakt form fyrir fyrirspurnir og ábendingar á heimasíðunni.
- Hafa samband í síma 460-1000.
- Netspjall hér á heimasíðunni (blái hringurinn neðst í hægra horninu
- Í þjónustugáttinni er hægt að sækja um ýmsa þjónustu, leyfi, skoða reikninga og fylgjast með afgreiðslu sinna mála. Nauðsynlegt er að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum.
Starfsfólk leggur mikla áherslu á að leysa úr rafrænum erindum eins fljótt og auðið er.