Nýtt launakerfi í notkun

Starfsmenn Akureyrarbæjar taka eftir nýju útliti á launaseðlum sínum þegar þeir opna launaumslög sín um þessi mánaðamót. Unnið hefur verið að innleiðingu á nýju SAP-mannauðskerfi síðustu mánuði ásamt fjárhags-, verk- og sölukerfi.

Launakerfið hefur nú verið tekið í notkun og er þar um að ræða fyrsta áfangann í innleiðingu SAP-fjárhagsupplýsingakerfisins. Annríki hefur verið hjá starfsmannaþjónustu bæjarins síðustu vikur við þetta verk, enda er hér um að ræða mikla breytingu á þeim hugbúnaði sem notaður er við launavinnsluna og í rauninni á öllu vinnuumhverfi starfsmanna og stjórnenda.

SAP_KristjanaTil gamans má geta þess að nokkur fyrirtæki á Akureyri nota SAP launkerfi frá Applicon og nú þegar Akureyrarbær bætist í þeirra hóp má segja að ríflega fjórði hver launþegi á Akureyri fái í mars greidd laun úr SAP launakerfi.

Næsti áfangi í innleiðingu á SAP-mannauðskerfinu er nýtt starfsmannakerfi sem m.a. opnar starfsmönnum aðgang að víðtækum upplýsingum í gegnum vefinn.

Þar munu þeir meðal annars geta skoðað launaseðla, viðveru sína, stöðu orlofs, sótt um námskeið o.s.frv. Einnig verður mögulegt að sjá launaseðla í heimabanka. Samstarf starfsmannaþjónustu við Applicon, umboðsaðila SAP, hefur verið mikið og gott síðustu vikur og hefur innleiðingin tekist afar vel með samstilltu átaki allra sem að því koma.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan