Nr. 946/2012 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað

Breyting á deiliskipulagi – Naustahverfi, svæði norðan Tjarnarhóls, Ásatún 12-18.

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. nóvember 2012 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Ásatún 12-18. Breytingin felur í sér að heimilt er að byggja 15 íbúðir í stað 12.

Breyting á deiliskipulagi – Naustahverfi, 1. áfangi, Vörðutún 4.

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. nóvember. 2012 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Vörðutún 4. Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit til suðurs.

Breyting á deiliskipulagi – Undirhlíð – Miðholt, dreifistöð við Langholt.

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. nóvember 2012 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð undir dreifistöð Norðurorku við Langholt.
Breytingin felur í sér stækkun lóðar og byggingarreits.

Leiðrétting á auglýsingu nr. 843/2012 – breyting á deiliskipulagi Naustahverfis, 1. áfanga, Vörðutún 2, 4 og 6. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 2. október 2012 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Vörðutún 2, 4 og 6. Breytingin felur í sér að lóðirnar stækka um 2 m til suðurs.

Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 7. nóvember 2012,

Anna Bragadóttir,

verkefnastjóri skipulagsmála.

B-deild - Útgáfud.: 8. nóvember 2012

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan