Breyting á deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. október 2009 í samræmi við 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir suðurhluta Oddeyrar. Breytingin felur í sér að lóð Strandgötu 19B stækkar til austurs og verður 443,4 m² og lóð Lundargötu 1 minnkar og verður 311,9 m². Ákvarðaðir eru byggingarreitir fyrir bílgeymslur að stærð 4,5x8 m á báðum lóðunum. Hámarkshæð er 3,5 m og fjarlægð frá lóðamörkum Strandgötu 19 eru 3 m. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar,
2. nóvember 2009,
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri.
B-deild - Útgáfud.: 17. nóvember 2009