NR. 910/2011 AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Í AKUREYRARKAUPSTAÐ
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. september 2011 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Spítalaveg 5. Breytingin felur í sér að húsgerð E1 (kjallari, hæð og ris) er breytt í E3
(hæð og ris). Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 21. september 2011,
Arnar Birgir Ólafsson,
verkefnastjóri skipulagsmála.