Hafnarsvæði í Krossanesi, Krossanes 4. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 20. desember 2011, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010,
deiliskipulagsbreytingu fyrir hafnarsvæðið í Krossanesi, dags. 8. apríl 2008.
Vegna stækkunar á aflþynnuverksmiðjunni í Krossanesi 4 stækkar lóð og byggingarreitur til suðvesturs. Krossanesbraut færist
einnig til um 15 metra, frá gildandi deiliskipulagi, næst gatna-mótunum við Krossanes 4. Við þessar breytingar færast skipulagsmörkin til suðurs og
vesturs.
Krossaneshagi B áfangi. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 20. desember 2011, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010,
deiliskipulagsbreytingu fyrir Krossaneshaga, B áfanga, dags. 3. júlí 2003.
Bæjarstjórn samþykkti 17. febrúar 2009 deiliskipulagið Krossaneshagi, C áfangi, en það nær að hluta til inn á
skipulagssvæðið Krossaneshagi, B áfangi. Breytingaruppdráttur var ekki gerður þá og er sú breyting innfærð hér með.
Breyting á deiliskipulagssvæðinu „Hafnarsvæði í Krossanesi", samþykkt í bæjarstjórn 20. des-ember 2011, leiðir
til þess að afmörkun deiliskipulagssvæðisins breytist með þeim hætti að hluti þess er felldur úr gildi.
Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið meðferð í samræmi við 37. – 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eins og skipulagslög mæla
fyrir um og öðlast þær þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 16. janúar 2012,
Arnar Birgir Ólafsson verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild – Útgáfud.: 31. janúar 2012