Breyting á deiliskipulagi – Naustahverfi, reitur 28 og Naustagata, Tjarnartún 29. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 4.
júní 2013 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi, reit 28. Breytingin felur í
sér að á lóð nr. 29 við Tjarnartún verður heimilt að byggja tveggja hæða hús án pallaskiptingar. Deiliskipulagstillagan hefur
hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast því þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 6. júní 2013,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 21. júní 2013