Nr. 144/2011 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Gildistaka deiliskipulags fyrir golfvöllinn að Jaðri og deiliskipulagsbreytinga fyrir Naustahverfi, 2. áfanga og Naustahverfis, norðan Tjarnarhóls

Deiliskipulag fyrir Jaðarsvöll, svæði fyrir Golfklúbb Akureyrar.


Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 18. janúar 2011 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag fyrir Jaðarsvöll, svæði fyrir Golfklúbb Akureyrar. Deiliskipulagið afmarkast af Miðhúsabraut í norðri, Naustahverfi í austri og óbyggðu svæði í suðri og vestri. Skipulagið gerir m.a. ráð fyrir 18 holu golfvelli og 9 holu aukavelli auk bygginga tengdum aðstöðu og starfsemi golfvallarins.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

 

Breyting á deiliskipulagi Naustahverfis ? svæði norðan Tjarnarhóls.Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 18. janúar 2011 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi ? svæði norðan Tjarnarhóls. Breyting er gerð á afmörkun svæðisins í suðri og minnkar opið svæði sem verður hluti af golfvallarsvæði.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

 

Breyting á deiliskipulagi Naustahverfis, 2. áfanga.Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 18. janúar 2011 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi, 2. áfanga. Breyting er gerð á afmörkun svæðisins í vestri og minnkar opið svæði sem verður hluti af golfvallarsvæði. Lega stofnstígs breytist.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 3. febrúar 2011,

Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála

B-deild - Útgáfud.: 17. febrúar 2011

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan