Nr. 1113/2010, nr. 1114/2010 og nr. 1115/2010. AUGLÝSINGAR um breytingar á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, Hlíðarendi, golfvöllur við Jaðar og Akureyrarflugvöll.

Hlíðarendi

Samkvæmt 19. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur ráðherra þann 22. desember 2010 staðfest breytingu á aðalskipulagi Akureyrar frá 15. desember 2006.
Breytingin felst í því að markaðir eru fjórir landnotkunarreitir, alls 26,7 ha. Tveir reitir eru fyrir frístundabyggð og einn fyrir blandaða landnotkun frístundabyggðar og verslunar- og þjónustusvæðis. Einnig er skilgreint athafna- og íbúðasvæði fyrir núverandi byggð og starfsemi að Hlíðarenda.
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur málsmeðferð verið í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 og Skipulagsstofnun gert tillögu til ráðherra um staðfestingu.
Breytingin öðlast þegar gildi.

 

Golfvöllur við Jaðar

Samkvæmt 19. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur ráðherra þann 22. desember 2010 staðfest breytingu á aðalskipulagi Akureyrar frá 15. desember 2006.
Breytingin felst í eftirfarandi:

  • Þéttbýlismörk Akureyrar færast til suðvesturs með stækkun þéttbýlis.
  • Opið svæði til sérstakra nota undir golfvöll stækkar til norðurs, vesturs og austurs með breytingu á óbyggðu svæði, niðurfellingu opins svæðis til sérstakra nota ? stækkun golfvallar og minnkun opins svæðis til sérstakra nota ? íþrótta- og útivistar­svæðis.
  • Nýju blönduðu opnu svæði til sérstakra nota og verslunar- og þjónustusvæði undir hótelbyggingu og aðra þjónustu innan hins opna svæðis undir golfvöll.
  • Legu göngu- og útivistarstíga er breytt.

Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur málsmeðferð verið í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 og Skipulagsstofnun gert tillögu til ráðherra um staðfestingu.
Breytingin öðlast þegar gildi.

 

Akureyrarflugvöllur

Samkvæmt 19. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur ráðherra þann 22. desember 2010 staðfest breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 frá 15. desember 2006.
Breytingin felst í eftirfarandi:

  • Mörk flugvallarsvæðisins eru færð út og miðast nú við aðliggjandi stofnbrautir í vestri og norðri, sveitarfélagsmörk í suðri og vesturkvísl Eyjafjarðarár milli flugvallar og Stórhólma í austri.
  • Landfylling norðan flugstöðvar stækkar til norðurs um 0,24 ha.
  • Landfylling undir aðflugsvita er gerð sunnan Leiruvegar, 0,11 ha að stærð.
  • Göngu- og reiðleið sunnan flugvallar er lagfærð til samræmis við núverandi stöðu og deiliskipulag.
  • Færsla á legu Brunnár, þ.e. farvegur Brunnár suður fyrir flugbraut er nú sýndur sem hluti grunnkorts.
  • Syðri vegtenging flugvallarsvæðis við Eyjafjarðarbraut er færð um 70 m til suðurs til samræmis við deiliskipulag.
  • Þéttbýlismörk eru aðlöguð breyttri afmörkun flugvallarsvæðis.

Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur málsmeðferð verið í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 og Skipulagsstofnun gert tillögu til ráðherra um staðfestingu.
Breytingin öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 22. desember 2010.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Íris Bjargmundsdóttir

B-deild - Útgáfud.: 10. janúar 2011

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan