Breyting á deiliskipulagi, Lystigarður Akureyrar
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 1. nóvember 2011 í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010
samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Lystigarð Akureyrar, Eyrarlandsvegi 30.
Breytingin felur í sér að byggingarmagn fyrir fyrirhugaða byggingu kaffihúss í Lystigarðinum er aukið um 30 m². Byggingin stækkar úr
150 m² í 180 m². Einnig er breyting á texta í greinargerð í kafla 3.1.2 Kaffihús og skjólveggur er lengdur til vesturs.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar
Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri skipulagsmála.