Nöfn á nýjar götur í Holtahverfi

Svona lítur skipulagssvæðið út í dag. Þarna er gert ráð fyrir nýrri íbúðabyggð og eru göturnar nú ko…
Svona lítur skipulagssvæðið út í dag. Þarna er gert ráð fyrir nýrri íbúðabyggð og eru göturnar nú komnar með nöfn.

Skipulagsráð Akureyrarbæjar samþykkti í gær tillögu ungmennaráðs um að nýjar götur í Holtahverfi norður fá nöfnin Álfaholt, Hulduholt, Þursaholt og Dvergaholt.

Deiliskipulag hefur verið samþykkt fyrir Holtahverfi norður sem gerir ráð fyrir nýrri íbúðabyggð norðaustan við Krossanesbraut með blandaðri byggð fjölbýlishúsa, raðhúsa, parhúsa og einbýlishúsa. Unnið er að hönnun hverfisins og er stefnt að því að auglýsa fyrstu lóðir síðar á árinu.

Skipulagsráð ákvað að leita eftir tillögum frá ungmennaráði bæjarins um heiti á nýjum götum innan skipulagssvæðisins með -holt í endann. Tillaga ungmennaráðs var tekin fyrir á fundi skipulagsráðs í gær og var samþykkt að Álfaholt verði syðst, síðan komi Dvergaholt, þá Hulduholt og loks Þursaholt nyrst.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan