Naustahverfi, svæði norðan Tjarnarhóls, Akureyri. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu.

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis, svæðis norðan Tjarnarhóls, samþykkta í bæjarstjórn 22. janúar 2008. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga.

Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Miðhúsabraut, Kjarnagötu, Tjarnarhóls og golfvallar. Tvær nýjar lóðir eru skilgreindar, annars vegar fyrir verslun og bensínstöð og hins vegar lóð fyrir þjónustusvæði. Verslunarhús má byggja á 1-2 hæðum og bensínstöð verður sjálfsafgreiðslustöð með tilheyrandi mannvirkjum. Þjónustuhús verður á einni hæð og á að þjóna íþróttavöllum og þjónustusvæði. Bílastæði fyrir stóra bíla verða gerð og gert er ráð fyrir upplýstum höggmyndagarði við Kjarnagötu.

Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 7. febrúar til 25. mars 2008 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur.

Naustahverfi, svæði norðan Tjarnarhóls - deiliskipulagsuppdráttur.

Samhliða þessari auglýsingu er auglýst breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018, skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, þar sem opið svæði til sérstakra nota, 3.21.7 O er minnkað og nýtt svæði fyrir verslun og þjónustu skilgreint. Athugasemdafrestur hennar er frá 7. febrúar til 25. mars 2008.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 þriðjudaginn 25. mars 2008 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

7. febrúar 2008

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan