Naustahverfi, II. áf. - tillaga að deiliskipulagi

Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og bygg­ingar­laga nr. 73/1997 m.s.b. tillögu að deiliskipulagi II. skipulagsáfanga Naustahverfis. II. áfanginn liggur vestan I. áfanga, sem er í byggingu, og afmarkast sá fyrrnefndi af golfvelli að vestan og af Tjarnarhól að norðan. Stærð skipulagssvæðisins er 19,9 ha og er gert ráð fyrir alls 432 íbúðum samkvæmt tillögunni í húsum af ýmsum gerðum.

Tillöguuppdrættir og skýringargögn munu liggja frammi í þjónustuand­dyri Akur­eyrar­bæjar, Geisla­götu 9, 1. hæð, til föstudagsins 1. júlí 2005, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt hér á heimasíðunni:

Tillöguuppdráttur (PDF, 630k) ...
Skýringaruppdráttur (PDF, 670k) ...
Greinargerð og skilmálar (PDF, 260k)

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 föstudaginn 1. júlí 2005 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akur­eyrar­bæj­ar, Geisla­götu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu inn­an þessa frests telst vera henni samþykkur.

20. maí 2005
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan