Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. tillögu að deiliskipulagi II. skipulagsáfanga Naustahverfis. II. áfanginn liggur vestan I. áfanga, sem er í byggingu, og afmarkast sá fyrrnefndi af golfvelli að vestan og af Tjarnarhól að norðan. Stærð skipulagssvæðisins er 19,9 ha og er gert ráð fyrir alls 432 íbúðum samkvæmt tillögunni í húsum af ýmsum gerðum.
Tillöguuppdrættir og skýringargögn munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, til föstudagsins 1. júlí 2005, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt hér á heimasíðunni:
Tillöguuppdráttur (PDF, 630k) ...
Skýringaruppdráttur (PDF, 670k) ...
Greinargerð og skilmálar (PDF, 260k)
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 föstudaginn 1. júlí 2005 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
20. maí 2005
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.