Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. tillögu að nýju deiliskipulagi. Skipulagssvæðið afmarkast til norðurs af Miðhúsabraut, til suðurs af útivistarsvæði Tjarnarhóls, til vesturs af golfvelli og til austurs af íbúðarbyggð fyrri áfanga Naustahverfis. Þessi áfangi deiliskipulags Naustahverfis nær til vestasta hluta reita 1 og 2 skv. Rammaskipulagi
Naustahverfis og íþróttasvæðis ásamt opnu útivistarsvæði.
Aðkoma að deiliskipulagssvæðinu verður um Kjarnagötu, sem mun liggja um deiliskipulagssvæðið frá hringtorgi við Miðhúsabraut.
Heildarstærð deiliskipulagssvæðisins er 12,1 ha.
Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir íbúðarbyggð í sérbýli og fjölbýli, íþróttasvæði, útivistarsvæði og settjörn.
Gert er ráð fyrir einum grenndarvelli á deiliskipulagssvæðinu.
- A Fjölbýli 2 hús alls 24 íbúðir 3 hæðir
- B Fjölbýli 1 hús alls 24 íbúðir 3 hæðir
- C Raðhús 2-3 hús alls 16 íbúðir 2 hæðir
- D Parhús 2 hús alls 4 íbúðir 2 hæðir
- E Einbýlishús 3 hús alls 3 íbúðir 2 hæðir
- F Einbýlishús 12 hús alls 12 íbúðir 1 hæð
Á svæðinu eru alls 83 íbúðir, þar af 48 íbúðir í fjölbýli og 35 íbúðir í sérbýli. Sérbýlisíbúðir skiptast í 16 íbúðir í raðhúsum, 4 íbúðir í parhúsum og 15 íbúðir í einbýlishúsum.
Tillöguuppdrættir munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til miðvikudagsins 25. október 2006, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16.00 miðvikudaginn 25. október 2006 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
13. september 2006
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
Tillögurnar er hægt að skoða hér á pdf formi:
Naustahv. 1_2 skilmalar
Naustahv. 1_2-skyrm
Nausthv. 1_2 -dsktl.
Naustahv_reitur_1_2_hljod