Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagsbreytingu í Sómatúni 9-45, samþykkta í bæjarstjórn þann 27.11.2007, skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Breytingin nær til lóða nr. 9-21, 23-31, 33-35 og 37-45 við Sómatún og felur m.a. í sér breytingar og tilfærslur á byggingarlínum og –reitum, fækkun íbúða ásamt því að nýtingarhlutfall og byggingarmagn minnkar.
Tillöguuppdráttur og greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 5. desember 2007 - 16. janúar 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir / Skipulagstillögur.
Naustahverfi 2. áfangi. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu.
Frestur til að gera athugasemdir er til og með miðvikudeginum 16. janúar 2008 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
5. desember 2007
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.