Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis 2. áfanga vegna Kjarnagötu 12 – 26 og Brekatúns 5 – 11 og 13 – 19.
Í breytingunni felst að 1. hæð Kjarnagötu 16 verður skilgreind fyrir íbúðarbyggð í stað verslunar- og þjónustuhúsnæði og fjölgar um 12 íbúðir í húsum 12, 14 og 16. Horngeiri milli húsa nr. 16 og 14 verður hluti af lóð Kjarnagötu 12 – 26 og stækkar lóðin því um 700m². Þetta svæði er í nú gildandi deiliskipulagi skilgreint sem opið torg og hafa bílastæði fyrir hús nr. 16 verið utan lóðar við Ljómatún. Bílastæði á horngeira verða eftir breytingu ætluð fyrir íbúðir hússins. Þar verða 12 bílastæði og fækkar þá bílastæðum við Ljómatún úr 20 í 10 og færast lóðamörk Kjarnagötu 12 – 26 til suðurs um 4 metra til að halda viðeigandi fjarlægð milli göngustígs og íbúða á 1. hæð. Við Brekatún 5 – 11 og 13 – 19 fækkar bílgeymslum og verða við helming íbúða í stað allra. Önnur ákvæði um F-raðhús breytast ekki.
Tillöguuppdráttur mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 7 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 16. maí 2007 - 4. júlí 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur.
Kjarnargata 12-26 og Brekatún 5-11og 13-19 - Deiliskipulagstillaga
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 4. júlí 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
16. maí 2007
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.