Nafnasamkeppni - ný landshlutasamtök á Norðurlandi eystra

Í nóvember sl. samþykktu EYÞING, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga sameiningu félaganna þriggja undir hatti nýrra samtaka. Þessi samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra efna hér með til nafnasamkeppni um heiti félagsins.

Íbúar á svæðinu eru hvattir til að taka þátt í samkeppninni og finna hentugt og sterkt nafn á félagið. Ekki myndi það spilla ef heitið hefði skírskotun til starfssvæðisins og/eða gæfi með einhverjum hætti til kynna samstarf sveitarfélaganna á svæðinu.

Tillögum að heiti félagsins skal skilað inn fyrir kl 16:00 föstudaginn 10. janúar 2020. Nafnasamkeppnina má nálgast hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan