Miðbær Akureyrar, norðurhluti ? Tillaga að deiliskipulagsbreytingu. Lokið

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir norðurhluta miðbæjar Akureyrar, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Deiliskipulagsbreytingin nær til Hólabrautar, Laxagötu, Smáragötu og hluta Gránufélagsgötu. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir sameiningu þriggja lóða við Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í eina, Hólabraut 16 og breyttri aðkomu að versluninni. Lóðamörk, byggingarreitir og nýtingahlutfall er skilgreint fyrir allar lóðir innan svæðisins. Gert er ráð fyrir að Laxagata verði einstefnugata en Hólabraut og Smáragata botnlangagötur.

Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 9. mars til 20. apríl 2011, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.

Uppdráttur og greinagerð - tillaga

Húsakönnun

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 20. apríl 2011 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

9. mars 2011

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan