Málþing um íbúasamráð hjá sveitarfélögum

Mynd frá samráðsviðburði í Menntaskólanum á Akureyri sl. vetur þar sem rætt var við nemendur um leið…
Mynd frá samráðsviðburði í Menntaskólanum á Akureyri sl. vetur þar sem rætt var við nemendur um leiðanet Strætisvagna Akureyrar.

Málþing um íbúasamráð verður haldið á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga mánudaginn 9. nóvember kl. 9:30-12:00. Þar verður fjallað um reynsluverkefni Akureyrarbæjar og þriggja annarra sveitarfélaga á þessu sviði. 

Akureyrarbær og Sambandið fengu í lok árs 2018 styrk frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til þess að fara í reynsluverkefni um íbúasamráð, en þar áður hafði bæjarstjórn Akureyrar samþykkt að leita leiða til að auka þátttöku íbúa og stíga markviss skref í átt til þátttökulýðræðis.

Markmiðið var einkum að byggja upp þekkingu í sveitarfélögum á því hvernig hægt sé að beita samráðsaðferðum og flétta íbúasamráð inn í ákvarðanatökuferla. Auk Akureyrarbæjar voru Kópavogsbær, Stykkishólmsbær og Norðurþing valin til þátttöku. 

Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi fjallar á málþinginu um verkefni Akureyrarbæjar, sem snerist um samráð við börn og ungmenni um breytingar á leiðaneti Strætisvagna Akureyrar. 

Málþingið er rafrænt og er nauðsynlegt að skrá sig. Hér er dagskrá og nánari upplýsingar. 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan