Loftgæðamælingar á heimasíðu Akureyrarbæjar

Á heimasíðu Akureyrarbæjar er hægt að sjá mælingar á loftgæðum í bænum.  Mælirinn er staðsettur í Strandgötu, á milli hafnarinnar og miðbæjar.  Um er að ræða símælingar á svifryki, (PM10), brennisteinsdíoxíði (SO2), niturmónoxíði (NO) og niturdíoxíði (NO2).

Upplýsingarnar er að finna neðst á heimasíðu Akureyrarbæjar - sjá myndina hér til hægri.

Þegar smellt er á annan hvorn græna kassann á forsíðunni opnast síða þar er hægt að fá nánari upplýsingar um hvað mæligildin segja. 

Sjá skjámynd hér fyrir neðan.

Skjámynd af síðu

Hlekkurinn sem sést neðst á myndinni vísar á heimasíðu Umhverfisstofnunar þar sem hægt er að skoða mælingar einstakra daga og mælingar einstakra mæliþátta. Það er einnig hlekkur á þessa síðu í kubbnum „Nytsamlegt" á forsíðu vefs Akureyrarbæjar.

mynd af kubbnum nytsamlegt

 

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan