Lionshreyfingin á Íslandi hefur ákveðið að færa Skammtímavistun Skólastíg 5 til eignar Renault Trafic bifreið með fastanúmerið ND 781 sem heimilið hefur haft til afnota undanfarin ár. Bifreiðin er sérútbúin fyrir 5 farþega og 2 hjólastóla að auki, þ.e.a.s. festingar fyrir 2 hjólastóla, ásamt hjólastóla-akstursbraut til að komast á einfaldan hátt inn í bifreiðina.
Þessi bifreið hefur verið á rekstrarleigu undanfarin ár og Lionshreyfingin greitt allan rekstrarkostnað þar með talda rekstrarleigu. Lionshreyfingin afhendir með bifreiðinni rekstrarfé að upphæð 2.500.000 kr. sem ætlað er að standa undir rekstrarkostnaði næstu árin. Þetta rekstarfé skal varðveitt á sérstökum bankareikningi og það, og féð ásamt vöxtum, skal eingöngu notað til rekstrar bifreiðarinnar. Verðmæti bifreiðarinnar ásamt rekstrarfé er 6.5 milljónir króna.
Lionshreyfingin gerir ráð fyrir að gjöf þessi muni veita vistmönnum heimilisins áframhaldandi ferðafrelsi og ánægju framvegis sem hingað til. Það er ósk Lionshreyfingarinnar að áfram verði merkingar Lionshreyfingarinnar á bifreiðinni.

Frá vinstri: Guðmundur H. Guðmundsson og Ólafur S. Vilhjálmsson úr rauðufjaðrarnefnd Lions, Guðrún Björt Yngvadóttir fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi, Sigrún Stefánsdóttir formaður félagsmálaráðs Akureyrarbæjar, Stefanía Anna Einarsdóttir forstöðumaður skammtímavistunar fatlaðra og Kristinn Hannesson umdæmisstjóri 109B-umdæmis Lions á Íslandi.