Landsnet hélt opinn kynningarfund 13. febrúar sl. á Sauðárkróki en þau fengu ábendingar um að fólk hafi ekki komist vegna veðurs. Því verður haldinn aukafundur miðvikudaginn 4. mars kl. 09:00-12:00 í starfsstöð Landsnets að Rangárvöllum 2, húsi 8 (Orkugarður).
Landeigendum og íbúum á leiðinni Akureyri - Blanda er boðið að koma og fá yfirlit yfir hugsanlegar línuleiðir sem verða til mats í nýjum undirbúningi vegna Blöndulínu 3 og setja fram sínar athugasemdir sem og tillögur að nýjum leiðum.
Nánari upplýsingar veitir: elins@landsnet.is