Á aðventunni verða í boði nokkrir leikir til að stytta bæjarbúum og gestum stundir. Síðastliðinn mánudag kynntum við léttan leik sem hentar vel fyrir yngri kynslóðina. Nokkur kaffihús í miðbænum bjóða upp á 2 fyrir 1 af kakó fyrir börn yngri en 12 ára sem taka þátt í leiknum með fjölskyldu sinni. Sjá upplýsingar um leikinn hér.
Í dag kynnum við svo nýjan leik, ratleikinn „LEITUM LISTINA UPPI“, þar sem fjölskyldur og vinir þræða götur og stíga í leit að völdum útilistaverkum bæjarins. Leikurinn var undirbúinn af starfsfólki Listasafnsins á Akureyri.
Byrjað er við Hof og liggur leiðin upp á brekkuna, framhjá Akureyrarkirkju, Menntaskólanum á Akureyri og að sundlauginni. Þaðan aftur niður í bæ og lýkur á sama stað og byrjað var á, við Hof.
Góða skemmtun!