Lausaganga katta óheimil frá 2025

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í gær að endurskoða samþykkt um kattahald í bænum. 

Í þessari endurskoðun felst að lausaganga katta verður ekki heimil en sett svokallað sólarlagsákvæði inn sem er þrjú ár. Lausaganga katta verði þá ekki heimil frá ársbyrjun 2025.

Jafnframt verði settur meiri kraftur í að framfylgja samþykktinni, með sérstakri áherslu á ábyrgð eigenda, skráningarskyldu og fræðslu.

Hér má nálgast fundargerð bæjarstjórnar. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan