Landssamráðsfundur gegn ofbeldi

Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð.
Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð.

Fyrsti landssamráðsfundurinn um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess verður haldinn 9. nóvember milli frá kl. 8-16.30. Fundinum verður streymt, Landssamráðsfundur gegn ofbeldi | Facebook.

Niðurstöður landssamráðsfundarins verða veganesti forsætisráðherra, ráðherra félags- og vinnumarkaðsmála, dómsmálaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra við þá vinnu sem nú er í gangi vegna nýrra aðgerðaáætlana gegn ofbeldi. Ráðherrar bregðast við niðurstöðum fundarins í pallborði í lok fundarins.

Markmiðið með fundinum er að gefa fulltrúum ríkis, sveitarfélaga, frjálsra félagasamtaka, rannsóknastofnana og annarra sem láta sig þessi mál varða tækifæri til að bera saman bækur sínar, kynna nýjungar, niðurstöður rannsókna og koma á framfæri tillögum til úrbóta með það að markmiði að draga úr og koma í veg fyrir ofbeldi. Landssamráðsfundur er ein þeirra aðgerða sem finna má í þingsályktun um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess.

Fundurinn er haldinn að undirlagi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Ríkislögreglustjóri sér um skipulagningu og framkvæmd fundarins í samvinnu við Háskólann á Akureyri og lögreglustjórana á Norðurlandi eystra og Suðurlandi auk fjölmargra annarra.

Beint streymi frá fundinum verður á Facebook.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan