Kynningarfundur um nýtt leiðanet SVA

Rafrænn kynningarfundur um nýtt leiðanet Strætisvagna Akureyrar verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 11. nóvember, kl. 17-18.

Fyrstu tillögur að nýju leiðaneti hafa litið dagsins ljós og er óskað eftir ábendingum frá íbúum um tillögurnar. Sjá nýlega frétt um málið og einnig vefsvæði verkefnisins þar sem er hægt að finna allar helstu upplýsingar og koma á framfæri ábendingum.

Á fundinum á morgun verða fyrstu tillögur kynntar og farið yfir helstu leiðarljós vinnunnar, tímalínu og samráð við íbúa. Auk þess gefst fundargestum kostur á að spyrja spurninga sem verður svarað í lokin. Óskað er eftir því að spurningar berist skriflega í gegnum athugasemdir á fundinum (e. chat). Fundargestir eru beðnir um að hafa slökkt á myndavél og hljóðnema meðan á kynningum stendur. 

Hér er hlekkur á fundinn:

https://us02web.zoom.us/j/87828750885?pwd=ck05RjlJbUtrTmh6Wi9tTDZ1bnNDZz09

Öll eruð þið hjartanlega velkomin á fundinn, en hann verður einnig tekinn upp og gerður aðgengilegur hér á heimasíðunni.

Láttu okkur vita hvort þú mætir á fundinn hér á Facebook viðburðinum

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan