Kynja- og byggðasjónarmið?

 

Félagsvísinda- og lagadeild boðar í samvinnu við Jafnréttisstofu og Jafnréttisráð til málþings um lýðræði og kynja- og byggðasjónarmið. Málþingið verður haldið föstudaginn 23. maí kl. 9.00 - 12.00 í stofu L203 á Sólborg. Fundarstjóri er Elín Hirst, fréttastjóri sjónvarpsins.

 

Í nýafstöðnum þingkosningum fækkaði konum á Alþingi Íslendinga. Á sama tíma fjölgaði fulltrúum Reykvíkinga. Sú spurning hlýtur að vakna hvort þessar breytingar á samsetningu þingsins skipti raunverulega einhverju máli. Hver eru grundvallarrök fyrir nauðsyn þess að konur séu ámóta margar og karlar í forystusveit (íslenskra) stjórnmála? Með sama hætti má spyrja hvort eitthvað sé við það að athuga að mikill meirihluti þingmanna komi frá Reykjavík og byggðarlögum í nágrenni höfuðborgarinnar? Hvaða kröfur gerir lýðræðið til samsetningar þingsins? Þjónar það hagsmunum allra að gera landið að einu kjördæmi? Á málþinginu verður leitað svara við því hvaða lýðræðislegu sjónarmið beri að hafa að leiðarljósi við kjördæmaskipan og skipan sæta á lista stjórnmálaflokkanna þannig að réttlátt geti talist.

 

Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:

 

09.00

Setning: Mikael M. Karlsson, deildarforseti félagsvísinda- og lagadeildar.

 

09.05 Erindi

Hvers vegna á hlutfall kynja á þingi að vera jafnt? - Valgerður H. Bjarnadóttir.

Er rétt að spila alltaf maður á mann? - Grétar Þór Eyþórsson.

Konur, kosningar og kjördæmaskipan - Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir.

Skiptir kyn nokkru máli í stjórnmálum? - Sigríður Andersen.

Eru byggðasjónarmiðin hindrun á vegi kvenna í stjórnmálum? Svanfríður Jónasdóttir.

 

10.15 Kaffihlé

 

10.30 Erindi

Flokksforysta ræður framgangi kvenna - Una María Óskarsdóttir.

 

10.45 Pallborð

Fulltrúar stjórnmálaflokkanna.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan