Klezmer Nova í Sjallanum á sunnudag

Listahátíð í Reykjavík heldur áfram á Akureyri og nú eru það galsafullu Frakkarnir í Klezmer Nova sem troða upp í Sjallanum á Akureyri á sunnudagskvöld kl. 21.30. Meðlimir Klezmer Nova, sem eru níu talsins, leika alkunna tegund tónlistar sem kennd er við gyðinga frá Austur-Evrópu og ber keim af rússneskri, hebreskri og búlgarskri tónlist með austrænu ívafi en tónlist þeirra hefur jafnframt með tímanum orðið djass- og poppskotin. Flutningur hljómsveitarinnar hefur hvarvetna fengið frábæra dóma og leið hennar liggur milli listahátíða hér og þar í heiminum. Gríðarlegt fjör er á tónleikum hljómsveitarinnar og óhætt að gera ráð fyrir upplifun sem seint líður úr minni.

Miðasala á tónleikanna fer fram í Pennanum í Hafnarstræti á Akureyri og við innganginn.

Klezmer Listahátíð 2004



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan