Mynd sem sýnir framkvæmdasvæðið
Framkvæmdir við endurgerð á Kjarnavegi við Kjarnaskóg standa nú yfir og verður vegurinn lokaður milli gróðrarstöðvarinnar og snyrtinganna við Kjarnakot á meðan þeim stendur. Engin hjáleið er í boði framhjá vinnusvæðinu og er gestum skógarins því bent á að koma inn á Kjarnaveginn af Eyjafjarðarbraut vestri (flugvallarmegin), en þeir sem eiga erindi í gróðrarstöðina geta komið Naustahverfismegin.
Áætlað er að lokunin standi fram yfir páska. Umferð verður hleypt á veginn um leið og jarðvegskiptum og heflun hefur verður lokið. Stefnt er á að ljúka framkvæmdum í júní þegar malbika á leiðina. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitsemi á meðan framkvæmdatímanum stendur og gæta umferðaröryggis.
Markmiðið með framkvæmdunum er að lagfæra veginn þar sem lélegt burðarlagsefni er í götustæðinu með tilheyrandi frostlyftingum. Einnig verður útbúinn um 250 metra göngustígur meðfram götunni samhliða endurgerðinni til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á svæðinu.