Kjarnagata 50-68. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu - Lokið

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagsbreytingu samþykkt í bæjarstjórn 4. maí 2010. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga.

Skipulagssvæðið nær til Kjarnagötu 50-68. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að byggingarreitur stækkar og að heimilt verði að byggja fimm stök 2 hæða, fjögra íbúða hús með samtals 20 íbúðum,  í stað 3 hæða húsa með 30 íbúðum.

Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 12. maí til 23. júní 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.

Kjarnagata 50-68 - tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 23. júní 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

                                                  12. maí 2010

                                                  Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan