Jólakveðja frá vinabænum Randers

Torben Hansen borgarstjóri í Randers.
Torben Hansen borgarstjóri í Randers.

Hefð er fyrir því að Akureyri og danski vinabærinn Randers skiptist á jólakveðjum. Fyrir tveimur árum var tekinn upp sá siður að planta trjám í vinabæjarlundi bæði í Randers og á Akureyri.

Í myndbandskveðju sinni segir Torben Hansen borgarstjóri Randers:

"Að gróðursetja nýtt tré er sterkt tákn um vináttu okkar, sem vex og vex, en það er líka sterkt tákn um ást okkar á náttúrunni."

Bæjarstjóri Akureyrar, Ásthildur Sturludóttir, bendir á mikilvægi þess að treysta böndin:

"Sagt er að góðir hlutir gerist hægt og það tekur langan tíma fyrir nokkur tré að verða að skógi en ef við hlúum vel að þeim þá ná þau að skjóta styrkum rótum og traustir trjástofnar munu teygja sig hátt til himins. Það finnst mér vera fallegt tákn um djúpa vináttu norrænu bæjanna Akureyrar og Randers."

Jólakveðjan frá Randers:

Jólakveðjan frá Akureyri:

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan