Íþrótta- og tómstundastyrkir í boði í sumar

Frestur til að sækja um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulægri heimilum hefur verið framlengdur. Möguleikum til að ráðstafa styrknum hefur einnig verið fjölgað og gilda þeir m.a. til niðurgreiðslu á námskeiðum, búnaði og ferðum vegna sumarsins 2021.

Styrkirnir eru liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 og koma til viðbótar hefðbundnum frístundastyrkjum sveitarfélaga.

Hægt er að sækja um fyrir börn sem eru fædd 2005-2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars-júlí 2020.

Samkvæmt uppfærðum reglum skal greiða styrki vegna útlagðs kostnaðar við íþrótta- og tómstundastarf á skólaárinu 2020-2021 og sumarið 2021, allt að 45.000 krónur fyrir hvert barn. Styrkir eru veittir vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, en einnig er heimilt að nýta íþrótta- og tómstundastyrk til greiðslu á tækjum, búnaði, fatnaði og ferðum vegna sumarsins 2021.

Sveitarfélög annast afgreiðslu umsókna og þarf umsókn að berast Akureyrarbæ fyrir 31. júlí 2021.

Hér eru nánari upplýsingar og leiðbeiningar. 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan