Naustatjörn
Aðalinnritun í leikskóla hefst í byrjun marsmánaðar. Þá fá foreldrar sendan tölvupóst með upplýsingum um hvaða leikskóli þeim býðst fyrir börn sín. Mikilvægt er að foreldrar skili inn umsókn um leikskóla eða flutning milli leikskóla fyrir 1. febrúar næstkomandi.
Stefnt er að því að bjóða foreldrum barna sem fædd eru í apríl 2019 og fyrr leikskólapláss. Ef möguleikar opnast verður foreldrum barna sem fædd eru í maí 2019 einnig boðið pláss.
Gert er ráð fyrir að aðlögun nýrra barna hefjist í ágúst 2020.
Opin hús í leikskólum
Í könnun meðal foreldra sem nýta þjónustu dagforeldra kom fram áhugi þeirra á að skoða leikskólana áður en þeir gera upp við sig hvaða skóla þeir velja. Til að bregðast við þessum óskum bjóða leikskólar á Akureyri upp á opin hús fyrir foreldra á eftirfarandi tímum:
Miðvikudagur 8. janúar
Naustatjörn, Hólmatúni 2 kl. 13:00 – 16:00
Þriðjudagur 14. janúar
Kiðagil, Kiðagili 9, kl. 8:00 – 16:00
Hulduheimar v. Kjalarsíðu og v. Þverholt kl. 8:00 – 16:00
Tröllaborgir v. Tröllagil kl. 15:00 – 16:00
Miðvikudagur 15. janúar
Árholt v. Háhlíð (v. Glerárskóla) kl. 15:00 – 16:00
Hólmasól v. Helgamagrastræti kl. 10:00 – 14:00 (einnig opið á fimmtudag 16. jan)
Fimmtudagur 16. janúar
Hólmasól v. Helgamagrastræti kl. 10:00 – 14:00 (einnig opið miðvikudag 15. jan)
Iðavöllur v. Gránufélagsgötu kl. 8:00 – 16:30
Krógaból Bugðusíðu 3 (í kjallara Glerárkirkju) kl. 10:00 – 16:00
Pálmholt v. Þingvallastræti kl. 14:00 – 17:00
Lundarsel Hlíðarlundi 4 kl. 14:00 – 16:30
Umsóknir í þjónustugátt
Sótt er um leikskóla hér. Mikilvægt er að skila inn umsókn fyrir 1. febrúar. Þeir foreldrar sem þegar hafa sótt um leikskóla en óska breytinga, skulu senda inn nýja umsókn. Við innritun gildir nýjasta umsókn.
Foreldrar sem óska eftir flutningi milli leikskóla skila inn rafrænni umsókn í þjónustugátt á heimasíðu Akureyrarbæjar. Þar eru einnig ýmsar aðrar umsóknir sem tengjast leik- og grunnskólum.
Allar nánari upplýsingar gefur Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi í gegnum netfangið sesselja@akureyri.is