Nú hefur ný inflúensa stungið sér niður á Akureyri og má búast við að einhverjir muni fá hana á næstu vikum.
Helstu einkenni eru:
- hár hiti sem byrjar skyndilega
- höfuðverkur og beinverkir
- hósti, hæsi, sviði í augum, nefrennsli og hálssærindi
- kviðverkir og uppköst sem geta komið fyrir hjá börnum.
Venjulega gengur hitinn yfir á 3–5 dögum en slappleiki og hósti geta staðið mun lengur. Yfirleitt nær fólk sér að fullu en gamalt fólk og einstaklingar með langvinna sjúkdóma geta veikst alvarlega. Bólusetningum gegn inflúensu sem gefnar voru fyrr í haust er ætlað að draga úr líkum á sjúkdómi einkum í þessum áhættuhópum.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Heilsugæslustöðvarinnar.