Meginmál
Íbúafundur vegna deiliskipulagsins ,,Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut? verður haldinn fimmtudaginn 8. september í Lundarskóla.
Fundurinn hefst klukkan 20:30 og mun Þórgnýr Dýrfjörð stýra fundinum.
Dagskrá fundarins:
Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi og formaður vinnuhóps um skipulag Dalsbrautar
Gerir grein fyrir núverandi stöðu skipulagsins
Ómar Ívarsson f.h. X2 hönnunar - skipulags ehf
Kynnir tillögu að skipulagi Dalsbrautar og tengsl við nærliggjandi svæði
Kristinn Magnússon f.h. Verkfræðistofu Norðurlands ehf
Kynnir veghönnun Dalsbrautar
Opnar umræður og fyrirspurnir
Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér skipulagið sem ennþá er á vinnslustigi.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar