Ráðhús Akureyrarbæjar. Mynd: Bjarki Brynjólfsson.
Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar fyrir árin 2023-2026 verður kynnt á rafrænum íbúafundi þriðjudaginn 8. nóvember kl. 17.
Um þessar mundir er unnið að gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins. Frumvarp var lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 1. nóvember og er síðari umræða á dagskrá 6. desember nk.
Á fundinum verður sagt frá starfsemi sveitarfélagsins og stærstu verkefnum næstu ára. Opið verður fyrir spurningar og verða bæjarstjóri og bæjarfulltrúar til svara.
Um er að ræða rafrænan íbúafund sem haldinn verður á Teams.
HÉR ER HLEKKUR Á FUNDINN sem hefst á þriðjudag kl. 17.
Öll hjartanlega velkomin.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026: Frumvarp lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 1. nóvember 2022.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026. Glærur til kynningar við fyrri umræðu í bæjarstjórn 1. nóvember 2022.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar: Kynningarfundur - viðburðurinn á Facebook.

Hér að ofan má sjá það viðmót sem blasir við flestum sem smella á hlekkinn að ofan. Hægt er að hlaða niður Teams-forritinu eða horfa í vafra.