Hverjir fá viðurkenningu fyrir framúrskarandi skólastarf?

Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til viðurkenninga fræðslu- og lýðheilsuráðs fyrir framúrskarandi skólastarf í leik-, grunn- og tónlistarnámi.

Samkvæmt skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega veita þeim einstaklingum og/eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningu.

Tilnefnt er í þremur flokkum; nemendur, kennarar/starfsfólk og verkefni/skólar. Fólk er hvatt til að kynna sér viðmið fyrir tilnefningar í hverjum flokki, senda inn tilnefningar og koma þannig áleiðis hrósi til þeirra sem skara fram úr í skólastarfi innan sveitarfélagsins.

Hér er að finna nánari upplýsingar um flokkana og form til að tilnefna nemendur, kennara og starfsfólk, eða einstök verkefni.

Opið er fyrir tilnefningar til 9. apríl og verða viðurkenningar veittar við hátíðlega athöfn í Hofi þann 2. maí nk.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan