Hver verður næsti bæjarlistamaður?

Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar í upptökum ásamt Jóni Tómasi Einarssyni tökumanni í Minjas…
Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar í upptökum ásamt Jóni Tómasi Einarssyni tökumanni í Minjasafninu á Akureyri.

Sumardaginn fyrsta kl. 17 verður myndband Vorkomu Akureyrarbæjar frumsýnt á Youtube síðu Akureyrarbæjar. Þar verður tilkynnt hver hlýtur starfslaun listamanna 2023-2024 en á síðasta ári varð tónlistarmaðurinn Kristján Edelstein fyrir valinu.

Einnig verður veitt heiðursviðurkenning Menningarsjóðs til einstaklings fyrir mikilsvert framlag til menningarlífs í bænum.

Árlega veitir Akureyrarbær Jafnréttisviðurkenningar vegna mannréttindamála og í ár eru veittar viðurkenningar í þremur flokkum; í flokki einstaklinga, stofnana eða fyrirtækja og félagasamtaka.

Einnig verður í fyrsta skiptið tilkynnt hver hlýtur sumarstyrk ungra listamanna. Árlega veitir Akureyrarbær styrk til ungs og efnilegs listafólks á aldrinum 18-25 ára sem er í framhaldsnámi eða á leið í framhaldsnám í sinni grein. Markmiðið er að viðkomandi geti dregið úr sumarvinnu með námi og þess í stað lagt stund á list sína bæði með æfingum og viðburðum.

Það er bæjarráð Akureyrar sem ákveður valið í öllum flokkum.

Myndbandið Vorkoma Akureyrar frá því í fyrra má finna HÉR

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan