Hríseyjarhátíðin

Hríseyjarhátíðin hefur verið haldin árlega frá 1997 og er á vegum Ferðamálafélags Hríseyjar, en var aflýst í fyrra eins og flestar aðrar hátíðir.
Þess vegna í ár 
taka Hríseyingar spenntir á móti gestum með opnum örmum á laugardaginn 10.júlí.

Hátíðin býður upp á fjölskylduvæna og fjölbreytta dagskrá s.s. leiki og sprell fyrir börnin, "Garðakaffi", flóamarkað, rabarbarasmakk, tónlistaratriði, varðeld og brekkusöng með Ómari Hlyns ásamt fleiru, aðgangurinn á hátíðina sjálfa er ókeypis.

Hrísey, einnig kölluð "Perla Eyjafjarðar", er aðeins 15 mínútna ferjuferð frá Árskógssandi sem er u.þ.b. hálftíma rúntur frá Akureyri.

Hægt að sjá fulla dagskrá hér og aðrar ferðaupplýsingar um Hrísey á vefsíðunni Hrísey.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan