Hrísey lofsömuð í The Guardian

Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Í vefútgáfu breska dagblaðsins The Guardian 1. september sl. var Hrísey talin upp efst í umsögnum ferðalanga um það sem kom þeim þægilegast á óvart á ferðalögum um heiminn í sumar. 

Paul Gamble segir frá því að hann hafi verið á hringferð um landið með sínu fólki og ákveðið að sigla yfir sundið til Hríseyjar. Þar hafi þau gengið 6 km slóða um suðurhluta eyjarinnar, notið gestrisni vingjarnlegra eyjarskeggja og hrifist af fuglalífinu.

"Hér dafna rjúpur rétt fyrir ofan sjávarmál og líta helst út fyrir að vera tamdar. Við kynntumst líka heillandi sögu: sáum fiskihjalla, gamlar dráttarvélar og húsið með dásamlegu nafni Hákarla-Jörundar en það var byggt árin 1885-86 úr timbri norskra skipa sem strönduðu við Hrísey 1884. Við fengum svo góða tilfinningu fyrir gömlum lifnaðarháttum," segir Paul Gamble í The Guardian.

Greinina má finna hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan