Ásthildur með Janne Jõesaar-Ruusalu, sendiherra Eistlands.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri hefur nýlega tekið á móti tveimur sendiherrum.
Annars vegar kom í heimsókn kanadíski sendiherrann Anne-Tamara Lorre og með henni í för var David Hick vísindamaður. Hins vegar kom í heimsókn eistneski sendiherrann Janne Jõesaar-Ruusalu.
Þetta er í fyrsta skipti sem báðir þessi sendiherrar leggja leið sína norður til að hitta bæjarstjórann. Rætt var um ýmis sameiginlega málefni svo sem menntun, umhverfismál og atvinnulíf.

Ásthildur og Anne-Tamara Lorre, kanadíski sendiherrann.