Starfsfólk skipulagsdeildar
Einn góðan veðurdag í lok september skellti starfsfólk skipulagsdeildar sér til Hríseyjar, undir leiðsögn skipulagsstjóra og fyrrverandi
sveitarstjóra Hríseyjar Péturs Bolla Jóhannessonar.
Því er skemmst frá að segja að ferðin var í alla staði mjög vel heppnuð. Veðrið ótrúlega gott, góðar
móttökur heimamanna, margt áhugavert að skoða og góður andi í hópnum. Hópurinn náði að ganga stóra hringinn,
sjá austurhluta eyjunnar með óvæntri hvalasýningu undir Látraströndinni og fólkið fór í hugleiðslu á
orkustöðinni þar sem allir fylltust orku frá Kaldbak.
Svo var að sjálfsögðu kíkt í hið ótrúlega Öldu-hús, svitinn skolaður af sér í sundlaug staðarins, kíkt
við í búðinni og fengið sér pínu nammi áður en haldið var upp í Brekku þar sem heimsóknin endaði með
góðum kvöldverði. Heim hélt hópurinn glaður í bragði eftir vel heppnaðan dag í Hrísey og margs vísari um eyjuna.
Smelltu á myndirnar til að sjá stærri útgáfur.
