Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir verksmiðjusvæðið við Gleráreyrar, samþykkta í bæjarstjórn þann 29. júní 2010. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga.
Deiliskipulagsbreytingin nær til Gleráreyra 1-10 og aðliggjandi gatna. Breytingarnar felast m.a. í að gatnamót frá Borgarbraut inná lóð Gleráreyra 10, færast um 50m til austurs og verða inn á lóð Gleráreyra 3. Lóðastærðir þeirra breytast samhliða. Lega bílastæða, aðkomur og göngustígar umhverfis verslunarmiðstöðina breytast lítillega í samræmi við núverandi aðstæður. Hringtorg á Borgarbraut er fært inn á deiliskipulag. Nýr göngustígur er skilgreindur frá horni Byggðavegar og Klettaborgar, niður að götunni Gleráreyrum.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 7. júlí til 18. ágúst 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.
Gleráreyrar 1-10 - tillaga
Frestur til að gera athugasemdir er til og með miðvikudeginum 18. ágúst 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
7. júlí 2010
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar